Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 12:00 Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira