Handbolti

Jóhann Gunnar með sýnikennslu: „Það er ekki bara Dagur Sigurðsson sem má standa upp í þessum þætti“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikk Pinnonen átti mjög góðan leik þegar Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni, 27-30, í 14. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Eistinn lét mikið að sér kveða í leiknum og skoraði sjö mörk.

Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunni, spilaði með Pinnonen hjá Aftureldingu og hefur mikið álit á honum sem leikmanni.

„Hann kom eins og stormsveipur inn í íslenskt handboltalíf. Menn höfðu ekki séð annan eins hraða. Ég viðurkenni að hann er ekkert búinn að vera geggjaður á tímabilinu. Hann var líka að gerast vegan,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni í gær.

„Eina sem háir hans leik er að hann er stundum of hraður fyrir sjálfan sig. Stundum gerir hann of mikið.“

Jóhann Gunnar segir að Pinnonen sé bestur í Olís-deildinni í að koma á móti boltanum. Hann stóð svo upp og bauð upp á sýnikennslu í stúdíóinu.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×