Forviða á banni Rússa sem vilja ekki íslenska þorsklifur Haraldur Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira