Forviða á banni Rússa sem vilja ekki íslenska þorsklifur Haraldur Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira