Forviða á banni Rússa sem vilja ekki íslenska þorsklifur Haraldur Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira