„Ég missti alla von um að mér myndi finnast ég falleg á ný“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 21:34 Makenzee er hætt að fela sig. Vísir / Skjáskot af Facebook Bandaríski háskólaneminn Makenzee Meaux er 21 árs og sat fyrir í trúlofunarmyndatöku á dögunum með unnusta sínum Bryan Ballard. Makenzee hefur gengið með hárkollu síðan hún var barn, en hún var greind með hárlos, eða það sem heitir á fræðimáli Alopecia Universalis, þegar hún var átta ára. Í trúlofunarmyndatökunni ákvað hún að taka af sér hárkolluna og sýna beran skallann, eitthvað sem hún hafði falið í næstum því fimmtán ár. Makenzee sagði frá þessu í Facebook-færslu sem hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu. Dularfulli sjúkdómurinn „Þetta er örugglega það erfiðasta sem ég mun gera á ævinni,“ skrifar Makenzee í upphafi pistilsins og greinilegt að þessi opinberun hefur haft djúpstæð áhrif á hana. „Þegar við vorum í trúlofunarmyndatökunni ákvað ég að það væri kominn tími til að hætta að fela mig fyrir því eina sem ég hef reynt af mesta megni að fela í næstum því fimmtán ár, og taka mér eins og ég er. Ég greindist með Alopecia Universalis þegar ég var átta ára. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að hárið hættir skyndilega að vaxa og læknar finna ekki ástæðuna eða lækningu. Þeir kalla þetta dularfulla sjúkdóminn,“ skrifar Makenzee. Hárlosið verður til þess að á Makenzee vaxa engin líkamshár, ekki einu sinni augabrúnir né augnhár. Það er satt sem Makenzee segir að læknar átta sig ekki á þessum sjúkdómi en getgátur eru uppi um að brenglun í ónæmiskerfi líti á hársekkinn sem óvinaefni og ráðist á hann. Ekkert annað amar að Makenzee. „Það er ekkert annað að í líkama mínum annað en að hárið vex ekki, en þið getið ímyndað ykkur hve vont það er fyrir sjálfstraust lítillar stúlku. Hár kvenna er hluti af fegurð þeirra og aðalpartur af sjálfsmyndinni,“ skrifar háskólanemandinn og bætir við að hún hafi mátt þola einelti út af hárlosinu. „Þannig að þetta er ég. Hin sanna ég.“„Ég var lögð í einelti á uppvaxtarárunum og ég missti alla von um að ég mér myndi finnast ég falleg á ný á einhverjum tímapunkti. Þar til ég hitti Bryan,“ skrifar hún og vísar í unnusta sinn, Bryan Ballard. „Ég hef aldrei verið fyllri af sjálfstrausti eða fundist ég fallegri en þegar hann er við hlið mér. Hann hefur hjálpað mér að vera hugrökk og sýnt mér að hárið gerir mig ekki fallega og það er ekki það sem lætur fólk elska mig. Að þetta snúist allt um innri mann og fyrir það er ég eilíflega þakklát honum. Hann hefur sýnt mér að fólk sem elskar mig er sama um hvort ég er með hár eða ekki og að þeir sem er sama séu ekki þess virði að eyða tíma eða ást í,“ skrifar Makenzee og endar einlægan pistilinn á hugljúfum nótum.„Þannig að þetta er ég. Hin sanna ég.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Bandaríski háskólaneminn Makenzee Meaux er 21 árs og sat fyrir í trúlofunarmyndatöku á dögunum með unnusta sínum Bryan Ballard. Makenzee hefur gengið með hárkollu síðan hún var barn, en hún var greind með hárlos, eða það sem heitir á fræðimáli Alopecia Universalis, þegar hún var átta ára. Í trúlofunarmyndatökunni ákvað hún að taka af sér hárkolluna og sýna beran skallann, eitthvað sem hún hafði falið í næstum því fimmtán ár. Makenzee sagði frá þessu í Facebook-færslu sem hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu. Dularfulli sjúkdómurinn „Þetta er örugglega það erfiðasta sem ég mun gera á ævinni,“ skrifar Makenzee í upphafi pistilsins og greinilegt að þessi opinberun hefur haft djúpstæð áhrif á hana. „Þegar við vorum í trúlofunarmyndatökunni ákvað ég að það væri kominn tími til að hætta að fela mig fyrir því eina sem ég hef reynt af mesta megni að fela í næstum því fimmtán ár, og taka mér eins og ég er. Ég greindist með Alopecia Universalis þegar ég var átta ára. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að hárið hættir skyndilega að vaxa og læknar finna ekki ástæðuna eða lækningu. Þeir kalla þetta dularfulla sjúkdóminn,“ skrifar Makenzee. Hárlosið verður til þess að á Makenzee vaxa engin líkamshár, ekki einu sinni augabrúnir né augnhár. Það er satt sem Makenzee segir að læknar átta sig ekki á þessum sjúkdómi en getgátur eru uppi um að brenglun í ónæmiskerfi líti á hársekkinn sem óvinaefni og ráðist á hann. Ekkert annað amar að Makenzee. „Það er ekkert annað að í líkama mínum annað en að hárið vex ekki, en þið getið ímyndað ykkur hve vont það er fyrir sjálfstraust lítillar stúlku. Hár kvenna er hluti af fegurð þeirra og aðalpartur af sjálfsmyndinni,“ skrifar háskólanemandinn og bætir við að hún hafi mátt þola einelti út af hárlosinu. „Þannig að þetta er ég. Hin sanna ég.“„Ég var lögð í einelti á uppvaxtarárunum og ég missti alla von um að ég mér myndi finnast ég falleg á ný á einhverjum tímapunkti. Þar til ég hitti Bryan,“ skrifar hún og vísar í unnusta sinn, Bryan Ballard. „Ég hef aldrei verið fyllri af sjálfstrausti eða fundist ég fallegri en þegar hann er við hlið mér. Hann hefur hjálpað mér að vera hugrökk og sýnt mér að hárið gerir mig ekki fallega og það er ekki það sem lætur fólk elska mig. Að þetta snúist allt um innri mann og fyrir það er ég eilíflega þakklát honum. Hann hefur sýnt mér að fólk sem elskar mig er sama um hvort ég er með hár eða ekki og að þeir sem er sama séu ekki þess virði að eyða tíma eða ást í,“ skrifar Makenzee og endar einlægan pistilinn á hugljúfum nótum.„Þannig að þetta er ég. Hin sanna ég.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira