Einn stærsti hluthafi HB Granda kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 6. desember 2017 08:00 Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Vísir/GVA Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, hefur eignast tæplega 1,4 prósenta hlut í Kviku banka. Eftir kaupin er Eiríkur fjórtándi stærsti hluthafi bankans en eignarhlutur hans er í gegnum safnreikning hjá Virðingu. Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, er á meðal stærstu hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda með 4,46 prósenta eignarhlut. Hagnaður VGJ í fyrra var rúmlega 144 milljónir og nam eigið fé þess um 4,7 milljörðum króna. Eiríkur keypti hlutinn í Kviku af Robert Raich, kanadískum fjárfesti og lögfræðingi, en hann hefur selt öll bréf sín í bankanum. Félag Roberts, MP Canada Iceland Ventures Inc., átti fyrir söluna 2,42 prósenta hlut í Kviku en hann var í hópi fjárfesta, sem var leiddur af Skúla Mogensen, sem stóðu að hlutfjáraukningu MP banka árið 2011. MP banki sameinaðist fjórum árum síðar Straumi fjárfestingabanka undir nafni Kviku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Því má áætla að félag Roberts hafi fengið samtals um 215 milljónir fyrir hlut sinn í bankanum.Eiríkur Vignisson er á meðal stærstu hluthafa HB Granda í gegnum Eignarhaldsfélagið VGJ.Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Meðal nýrra hluthafa í bankanum eru Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingaverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johan Rönning, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, og Lífsverk lífeyrissjóður. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, hefur eignast tæplega 1,4 prósenta hlut í Kviku banka. Eftir kaupin er Eiríkur fjórtándi stærsti hluthafi bankans en eignarhlutur hans er í gegnum safnreikning hjá Virðingu. Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, er á meðal stærstu hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda með 4,46 prósenta eignarhlut. Hagnaður VGJ í fyrra var rúmlega 144 milljónir og nam eigið fé þess um 4,7 milljörðum króna. Eiríkur keypti hlutinn í Kviku af Robert Raich, kanadískum fjárfesti og lögfræðingi, en hann hefur selt öll bréf sín í bankanum. Félag Roberts, MP Canada Iceland Ventures Inc., átti fyrir söluna 2,42 prósenta hlut í Kviku en hann var í hópi fjárfesta, sem var leiddur af Skúla Mogensen, sem stóðu að hlutfjáraukningu MP banka árið 2011. MP banki sameinaðist fjórum árum síðar Straumi fjárfestingabanka undir nafni Kviku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Því má áætla að félag Roberts hafi fengið samtals um 215 milljónir fyrir hlut sinn í bankanum.Eiríkur Vignisson er á meðal stærstu hluthafa HB Granda í gegnum Eignarhaldsfélagið VGJ.Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Meðal nýrra hluthafa í bankanum eru Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingaverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johan Rönning, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, og Lífsverk lífeyrissjóður. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira