Körfubolti

Systkini dæmdu í fyrsta sinn saman í efstu deild í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen.
Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen. Vísir/Smári
Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen skrifuðu íslenska dómarasögu í kvöld þegar þau dæmdu leik Grindavíkur og Vals í Domino´s deild karla í körfubolta.

Davíð Tómas og Georgia urðu þá fyrstu systkinin sem dæma saman í efstu deild á Íslandi.

Gunnlaugur Briem var þriðji dómarinn með þeim Davíð Tómasi og Georgiu Olgu í Röstinni í kvöld.

Georgia Olga Kristiansen hafði áður skrifað söguna fyrr í vetur þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild.

Davíð Tómas Tómasson tók líka stórt skref í vikunni þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik sem FIBA-dómari en til að fá að dæma þurfti hann bæði að raka sig og fela húðflúrin.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.