Körfubolti

Systkini dæmdu í fyrsta sinn saman í efstu deild í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen.
Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen. Vísir/Smári

Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen skrifuðu íslenska dómarasögu í kvöld þegar þau dæmdu leik Grindavíkur og Vals í Domino´s deild karla í körfubolta.

Davíð Tómas og Georgia urðu þá fyrstu systkinin sem dæma saman í efstu deild á Íslandi.

Gunnlaugur Briem var þriðji dómarinn með þeim Davíð Tómasi og Georgiu Olgu í Röstinni í kvöld.

Georgia Olga Kristiansen hafði áður skrifað söguna fyrr í vetur þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild.

Davíð Tómas Tómasson tók líka stórt skref í vikunni þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik sem FIBA-dómari en til að fá að dæma þurfti hann bæði að raka sig og fela húðflúrin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.