Golf

Stefnir á Ólympíuleikana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði sér um helgina fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta tímabili. Arnar Björnsson ræddi við hana í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta er búið að vera svolítið sérstakt ár. Mjög löng ferðalög til Ástralíu, Tælands og Kína. Í eitt skiptið fór ég hringinn í kringum hnöttinn, sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Valdís.

Valdís varð Íslandsmeistari í golfi á árinu, en var ekki alltaf ánægð með spilamennsku sína í sumar.

„Ég er búin að vera rosalega nálægt því að spila mjög vel, en hef ekki alveg náð að negla það niður.“

„Það væri frábært að klífa upp heimslistann og komast einhvertíman á topp 100,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir sem einnig stefnir að því að komast inn á LPGA mótaröðina og sjálfa Ólympíuleikana.

Viðtal Arnars við Valdísi má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×