Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar