Viljum við börnum ekki betur? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar