Viljum við börnum ekki betur? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar