Uppfærsla á glæpaforriti Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Bergmann Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun