Macron blæs til stórsóknar gegn kynbundnu ofbeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 23:10 Emmanuel Macron, forseti Frakklands,boðar aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitir stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í dag af tilefni sextán daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn í dag var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf átaksins sem haldið er til vitundarvakningar um umfang vandans. Hann segir að Frakkland sé „sjúkt af kynjamisrétti.“ Frá þessu er greint á vef AFP. Macron hóf ræðuhöldin á því að biðja um mínútu þögn til þess að heiðra minningu þeirra hundrað tuttugu og þriggja kvenna sem drepnar voru af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðasta ári. „Frakkland getur ekki lengur verið á meðal þeirra landa þar sem konur óttast um öryggi sitt,“ segir Macron sem heitir því að baráttan gegn „hræðilegu og skammarlegu“ ofbeldi gegn konum verði eitt af aðalmálefnum ríkisstjórnarinnar. Í ræðunni varpar forsetinn ljósi á þær aðgerðir sem hann hyggst ráðast í á kjörtímabilinu. Farið verður í herferð gegn kynferðislegri áreitni gegn konum á götum úti en götuáreiti er umfangsmikið vandamál í Frakklandi. Þá talar forsetinn fyrir því að herða á lögunum um aldur einstaklinga og samræði. Hann vill breyta lögunum þannig að það sé lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en fimmtán ára. Macron vill auðvelda konum að leggja fram kæru og hyggst hann búa svo um hnútana að konur geti komist í beint samband við lögregluna í gegnum netið á öllum tímum sólarhringsins. Þá ætlar Macron sjálfur að taka þátt í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni í skólum landsins. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitir stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í dag af tilefni sextán daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn í dag var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf átaksins sem haldið er til vitundarvakningar um umfang vandans. Hann segir að Frakkland sé „sjúkt af kynjamisrétti.“ Frá þessu er greint á vef AFP. Macron hóf ræðuhöldin á því að biðja um mínútu þögn til þess að heiðra minningu þeirra hundrað tuttugu og þriggja kvenna sem drepnar voru af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðasta ári. „Frakkland getur ekki lengur verið á meðal þeirra landa þar sem konur óttast um öryggi sitt,“ segir Macron sem heitir því að baráttan gegn „hræðilegu og skammarlegu“ ofbeldi gegn konum verði eitt af aðalmálefnum ríkisstjórnarinnar. Í ræðunni varpar forsetinn ljósi á þær aðgerðir sem hann hyggst ráðast í á kjörtímabilinu. Farið verður í herferð gegn kynferðislegri áreitni gegn konum á götum úti en götuáreiti er umfangsmikið vandamál í Frakklandi. Þá talar forsetinn fyrir því að herða á lögunum um aldur einstaklinga og samræði. Hann vill breyta lögunum þannig að það sé lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en fimmtán ára. Macron vill auðvelda konum að leggja fram kæru og hyggst hann búa svo um hnútana að konur geti komist í beint samband við lögregluna í gegnum netið á öllum tímum sólarhringsins. Þá ætlar Macron sjálfur að taka þátt í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni í skólum landsins.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira