Ólafía er betri í golfi en að standa á höndum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 14:00 Ólafía Þórunn reynir að standa á höndum. mynd/skjáskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lýkur frábæru ári sínu með því að keppa ásamt Evrópuúrvalinu á Drottningamótinu í Japan þar sem þær bestu í Evrópu keppa saman á móti liðum Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu. Mótið fer fram velli Miyoshi-golfklúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem það fer fram. Japan vann fyrsta mótið árið 2015 og í fyrra bar Suður-Kóreu sigur úr býrum. Evrópa endaði í þriðja sæti bæði árin en vonast eftir fyrsta sigrinum í ár. Ólafía og stöllur hennar eru mættar til Japan og byrjaðar að æfa sig á vellinum áður en mótið hefst aðra nótt. Ólafía hefur þó ekki bara verið að æfa sig í golfi. Skotinn Carly Booth birti skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hún stendur á höndum og er að reyna að fá Ólafíu til að leika það eftir. Það þarf ekkert að biðja Ólafíu tvisvar um að bregða á leik en Ólafía virðist betri í golfi en þeirri ágætu listgrein að standa á höndum eins og sjá má.Waiting... still waiting @olafiakri@LETgolfpic.twitter.com/4W6bx3rVBy — Carly Booth (@CarlyBooth92) November 29, 2017 Frakkinn Gwladys Nocera er fyrirliði Evrópuliðsins en alls eru níu kylfingar í hverju liði og því mikill heiður fyrir Ólafíu að vera boðið á mótið. „Ég hef aldrei keppt fyrir Alþjóðlegt lið áður. Síðast þegar ég spilaði eftir liðsfyrirkomulagi var ég að keppa fyrir Ísland á HM áhugamanna í Japan árið 2014,“ segir Ólafía í viðtali við heimasíðu LET-mótaraðarinnar, en hún elskar japan. „Japan er eitt af mínum uppáhaldslöndum. Maturinn er frábær, fólkið er vingjarnlegt og heiðarlegt og mótið er töff. Ég held að þetta verði gaman því vanalega erum við að keppa á móti hvorri annarri en núna erum við í sama liði,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lýkur frábæru ári sínu með því að keppa ásamt Evrópuúrvalinu á Drottningamótinu í Japan þar sem þær bestu í Evrópu keppa saman á móti liðum Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu. Mótið fer fram velli Miyoshi-golfklúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem það fer fram. Japan vann fyrsta mótið árið 2015 og í fyrra bar Suður-Kóreu sigur úr býrum. Evrópa endaði í þriðja sæti bæði árin en vonast eftir fyrsta sigrinum í ár. Ólafía og stöllur hennar eru mættar til Japan og byrjaðar að æfa sig á vellinum áður en mótið hefst aðra nótt. Ólafía hefur þó ekki bara verið að æfa sig í golfi. Skotinn Carly Booth birti skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hún stendur á höndum og er að reyna að fá Ólafíu til að leika það eftir. Það þarf ekkert að biðja Ólafíu tvisvar um að bregða á leik en Ólafía virðist betri í golfi en þeirri ágætu listgrein að standa á höndum eins og sjá má.Waiting... still waiting @olafiakri@LETgolfpic.twitter.com/4W6bx3rVBy — Carly Booth (@CarlyBooth92) November 29, 2017 Frakkinn Gwladys Nocera er fyrirliði Evrópuliðsins en alls eru níu kylfingar í hverju liði og því mikill heiður fyrir Ólafíu að vera boðið á mótið. „Ég hef aldrei keppt fyrir Alþjóðlegt lið áður. Síðast þegar ég spilaði eftir liðsfyrirkomulagi var ég að keppa fyrir Ísland á HM áhugamanna í Japan árið 2014,“ segir Ólafía í viðtali við heimasíðu LET-mótaraðarinnar, en hún elskar japan. „Japan er eitt af mínum uppáhaldslöndum. Maturinn er frábær, fólkið er vingjarnlegt og heiðarlegt og mótið er töff. Ég held að þetta verði gaman því vanalega erum við að keppa á móti hvorri annarri en núna erum við í sama liði,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira