Trump dregur fæðingarvottorð Obama enn í efa á bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 17:30 Á bak við tjöldin heldur Trump fram samsæriskenningum við ráðgjafa og þingmenn. Vísir/AFP Ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja að hann haldi áfram ýmsum samsæriskenningum á lofti sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Auk þess að segja fólki að alræmd upptaka þar sem hann heyrist gorta sig af kynferðisofbeldi sé í raun ekki af honum er Trump sagður halda áfram að vefengja fæðingarvottorð Baracks Obama, forvera síns í embætti. Trump komst upphaflega í sviðsljósið á stjórnmálasviðinu þegar hann varð einn mest áberandi talsmaður samsæriskenningar um að Obama væri í raun ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti. Þær kenningar héldu áfram jafnvel eftir að Obama birti fæðingarvottorð sitt. Það var ekki fyrr en tiltölulega seint í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra sem Trump dró aðdróttanir sínar um uppruna forsetans til baka. Nú segir New York Times hins vegar að undanfarna mánuði hafi Trump haldið áfram að lýsa efasemdum um fæðingarvottorð Obama í einkasamtölum. Hann hefur einnig endurtekið stoðlausar fullyrðingar sínar um að hann hafi aðeins hlotið færri atkvæði í heildina í forsetakosningunum en Hillary Clinton vegna þess að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega.Obama lagði fram fæðingarvottorð sitt á sínum tíma til að friða samsæriskenningasinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur.Vísir/GettyReyna að stýra forsetanum frá samsæriskenningumBlaðið hefur þetta eftir bæði ráðgjöfum Trump og þingmönnum repúblikana. Áður hafði það greint frá því að Trump væri farinn að segja fólki að upptaka þáttarins Access Hollywood með digurbarkalegum fullyrðingum um kynferðislega áreitni í garð kvenna sem skaut upp kollinum í kosningabaráttunni í fyrra sé ekki af honum í raun og veru. Á upptökunni heyrist Trump meðal annars segja þáttastjórnandanum Billy Bush að hann geti gert hvað sem er við konur í krafti fræðgar sinnar, þar á meðal að „grípa í píkuna á þeim“. Trump gekkst við upptökunni á sínum tíma. Access Hollywood svaraði forsetanum sérstaklega og ítrekaði að upptakan væri sannarlega af honum. New York Times segir að lygarnar séu aðeins hluti af ævilöngum vana Trump að búa til sinn eigin raunveruleika. Svo oft hafi Trump farið inn á brautir framandlegra samsæriskenninga undanfarið að ráðgjafar hans hafi fengið vinveitta þingmenn til að spyrja forsetann spurninga á fundum til að stýra honum inn á rétta braut. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja að hann haldi áfram ýmsum samsæriskenningum á lofti sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Auk þess að segja fólki að alræmd upptaka þar sem hann heyrist gorta sig af kynferðisofbeldi sé í raun ekki af honum er Trump sagður halda áfram að vefengja fæðingarvottorð Baracks Obama, forvera síns í embætti. Trump komst upphaflega í sviðsljósið á stjórnmálasviðinu þegar hann varð einn mest áberandi talsmaður samsæriskenningar um að Obama væri í raun ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti. Þær kenningar héldu áfram jafnvel eftir að Obama birti fæðingarvottorð sitt. Það var ekki fyrr en tiltölulega seint í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra sem Trump dró aðdróttanir sínar um uppruna forsetans til baka. Nú segir New York Times hins vegar að undanfarna mánuði hafi Trump haldið áfram að lýsa efasemdum um fæðingarvottorð Obama í einkasamtölum. Hann hefur einnig endurtekið stoðlausar fullyrðingar sínar um að hann hafi aðeins hlotið færri atkvæði í heildina í forsetakosningunum en Hillary Clinton vegna þess að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega.Obama lagði fram fæðingarvottorð sitt á sínum tíma til að friða samsæriskenningasinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur.Vísir/GettyReyna að stýra forsetanum frá samsæriskenningumBlaðið hefur þetta eftir bæði ráðgjöfum Trump og þingmönnum repúblikana. Áður hafði það greint frá því að Trump væri farinn að segja fólki að upptaka þáttarins Access Hollywood með digurbarkalegum fullyrðingum um kynferðislega áreitni í garð kvenna sem skaut upp kollinum í kosningabaráttunni í fyrra sé ekki af honum í raun og veru. Á upptökunni heyrist Trump meðal annars segja þáttastjórnandanum Billy Bush að hann geti gert hvað sem er við konur í krafti fræðgar sinnar, þar á meðal að „grípa í píkuna á þeim“. Trump gekkst við upptökunni á sínum tíma. Access Hollywood svaraði forsetanum sérstaklega og ítrekaði að upptakan væri sannarlega af honum. New York Times segir að lygarnar séu aðeins hluti af ævilöngum vana Trump að búa til sinn eigin raunveruleika. Svo oft hafi Trump farið inn á brautir framandlegra samsæriskenninga undanfarið að ráðgjafar hans hafi fengið vinveitta þingmenn til að spyrja forsetann spurninga á fundum til að stýra honum inn á rétta braut.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira