Reiði, gleði og blendnar tilfinningar Ágúst Már Garðarsson skrifar 14. nóvember 2017 11:59 Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar