Valdsvið stjórnvalda og íþróttahreyfingar Birgir Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um „Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega. Þessi mál eru þó ögn flóknari því keppnisleyfi íþróttamanns er ekki frá stjórnvöldum heldur viðkomandi alþjóðasérsambandi þó stjórnvöld veiti atvinnuleyfið þegar um atvinnumennsku er að ræða sem getur nú verið í flestum ef ekki öllum greinum íþrótta. Það var nánast ógnvekjandi að verða vitni að bræði fulltrúa Afríkuríkja á þingi Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF skömmu eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þar keppti Zola Budd frá Suður-Afríku fyrir hönd Breta eftir að hafa fengið breskan ríkisborgararétt eftir skamma dvöl í Bretlandi, en afi hennar hafði verið breskur. Suður-Afríka var þá útilokuð frá alþjóðaíþróttasamskiptum vegna stefnu stjórnvalda um aðskilnað kynþátta. Við flutning til annars lands gátu íþróttamenn á þeim tíma nánast keppt strax fyrir viðkomandi land eftir að hafa fengið ríkisborgararétt, en skilyrði um ríkisborgararétt voru og eru enn mjög mismunandi í löndum. Austur-Evrópuþjóðir höfðu einnig verið óhóhressar með hversu fljótt brottflúnir íþróttamenn gátu fengið ríkisborgararétt í öðrum löndum og þar með keppnisleyfi fyrir viðkomandi land. Eftir þetta voru samþykkt ákvæði um að íþróttamaður fengi ekki keppnisleyfi fyrir sitt nýja land fyrr en þremur árum eftir að hafa öðlast þar ríkisborgararétt nema sérsamband fráfarandi lands samþykkti og sem hefur þá óefað fengið eitthvað í staðinn. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í London kom oft fram í ágætum lýsingum S.Á.A., starfsmanns RÚV, að margir keppendur kepptu fyrir annað land en sitt fæðingarland. Þeir höfðu þá augljóslega skipt um ríkisfang. Einnig má benda á til áherslu um valdsvið íþróttahreyfingarinnar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið IAAF útilokaði Rússa almennt frá keppni á Ólympíuleikunum í Rio sem og Heimsmeistaramótinu í London vegna víðtækrar lyfjamisnotkunar. Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisaðstöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórnvalda á íþróttahreyfingunni er því mjög afmörkuð.Höfundur var formaður laga/tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands í 30 ár og sat mörg þing Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og var dómari á alþjóðamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um „Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega. Þessi mál eru þó ögn flóknari því keppnisleyfi íþróttamanns er ekki frá stjórnvöldum heldur viðkomandi alþjóðasérsambandi þó stjórnvöld veiti atvinnuleyfið þegar um atvinnumennsku er að ræða sem getur nú verið í flestum ef ekki öllum greinum íþrótta. Það var nánast ógnvekjandi að verða vitni að bræði fulltrúa Afríkuríkja á þingi Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF skömmu eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þar keppti Zola Budd frá Suður-Afríku fyrir hönd Breta eftir að hafa fengið breskan ríkisborgararétt eftir skamma dvöl í Bretlandi, en afi hennar hafði verið breskur. Suður-Afríka var þá útilokuð frá alþjóðaíþróttasamskiptum vegna stefnu stjórnvalda um aðskilnað kynþátta. Við flutning til annars lands gátu íþróttamenn á þeim tíma nánast keppt strax fyrir viðkomandi land eftir að hafa fengið ríkisborgararétt, en skilyrði um ríkisborgararétt voru og eru enn mjög mismunandi í löndum. Austur-Evrópuþjóðir höfðu einnig verið óhóhressar með hversu fljótt brottflúnir íþróttamenn gátu fengið ríkisborgararétt í öðrum löndum og þar með keppnisleyfi fyrir viðkomandi land. Eftir þetta voru samþykkt ákvæði um að íþróttamaður fengi ekki keppnisleyfi fyrir sitt nýja land fyrr en þremur árum eftir að hafa öðlast þar ríkisborgararétt nema sérsamband fráfarandi lands samþykkti og sem hefur þá óefað fengið eitthvað í staðinn. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í London kom oft fram í ágætum lýsingum S.Á.A., starfsmanns RÚV, að margir keppendur kepptu fyrir annað land en sitt fæðingarland. Þeir höfðu þá augljóslega skipt um ríkisfang. Einnig má benda á til áherslu um valdsvið íþróttahreyfingarinnar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið IAAF útilokaði Rússa almennt frá keppni á Ólympíuleikunum í Rio sem og Heimsmeistaramótinu í London vegna víðtækrar lyfjamisnotkunar. Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisaðstöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórnvalda á íþróttahreyfingunni er því mjög afmörkuð.Höfundur var formaður laga/tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands í 30 ár og sat mörg þing Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og var dómari á alþjóðamótum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar