Valdsvið stjórnvalda og íþróttahreyfingar Birgir Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um „Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega. Þessi mál eru þó ögn flóknari því keppnisleyfi íþróttamanns er ekki frá stjórnvöldum heldur viðkomandi alþjóðasérsambandi þó stjórnvöld veiti atvinnuleyfið þegar um atvinnumennsku er að ræða sem getur nú verið í flestum ef ekki öllum greinum íþrótta. Það var nánast ógnvekjandi að verða vitni að bræði fulltrúa Afríkuríkja á þingi Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF skömmu eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þar keppti Zola Budd frá Suður-Afríku fyrir hönd Breta eftir að hafa fengið breskan ríkisborgararétt eftir skamma dvöl í Bretlandi, en afi hennar hafði verið breskur. Suður-Afríka var þá útilokuð frá alþjóðaíþróttasamskiptum vegna stefnu stjórnvalda um aðskilnað kynþátta. Við flutning til annars lands gátu íþróttamenn á þeim tíma nánast keppt strax fyrir viðkomandi land eftir að hafa fengið ríkisborgararétt, en skilyrði um ríkisborgararétt voru og eru enn mjög mismunandi í löndum. Austur-Evrópuþjóðir höfðu einnig verið óhóhressar með hversu fljótt brottflúnir íþróttamenn gátu fengið ríkisborgararétt í öðrum löndum og þar með keppnisleyfi fyrir viðkomandi land. Eftir þetta voru samþykkt ákvæði um að íþróttamaður fengi ekki keppnisleyfi fyrir sitt nýja land fyrr en þremur árum eftir að hafa öðlast þar ríkisborgararétt nema sérsamband fráfarandi lands samþykkti og sem hefur þá óefað fengið eitthvað í staðinn. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í London kom oft fram í ágætum lýsingum S.Á.A., starfsmanns RÚV, að margir keppendur kepptu fyrir annað land en sitt fæðingarland. Þeir höfðu þá augljóslega skipt um ríkisfang. Einnig má benda á til áherslu um valdsvið íþróttahreyfingarinnar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið IAAF útilokaði Rússa almennt frá keppni á Ólympíuleikunum í Rio sem og Heimsmeistaramótinu í London vegna víðtækrar lyfjamisnotkunar. Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisaðstöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórnvalda á íþróttahreyfingunni er því mjög afmörkuð.Höfundur var formaður laga/tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands í 30 ár og sat mörg þing Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og var dómari á alþjóðamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um „Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega. Þessi mál eru þó ögn flóknari því keppnisleyfi íþróttamanns er ekki frá stjórnvöldum heldur viðkomandi alþjóðasérsambandi þó stjórnvöld veiti atvinnuleyfið þegar um atvinnumennsku er að ræða sem getur nú verið í flestum ef ekki öllum greinum íþrótta. Það var nánast ógnvekjandi að verða vitni að bræði fulltrúa Afríkuríkja á þingi Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF skömmu eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þar keppti Zola Budd frá Suður-Afríku fyrir hönd Breta eftir að hafa fengið breskan ríkisborgararétt eftir skamma dvöl í Bretlandi, en afi hennar hafði verið breskur. Suður-Afríka var þá útilokuð frá alþjóðaíþróttasamskiptum vegna stefnu stjórnvalda um aðskilnað kynþátta. Við flutning til annars lands gátu íþróttamenn á þeim tíma nánast keppt strax fyrir viðkomandi land eftir að hafa fengið ríkisborgararétt, en skilyrði um ríkisborgararétt voru og eru enn mjög mismunandi í löndum. Austur-Evrópuþjóðir höfðu einnig verið óhóhressar með hversu fljótt brottflúnir íþróttamenn gátu fengið ríkisborgararétt í öðrum löndum og þar með keppnisleyfi fyrir viðkomandi land. Eftir þetta voru samþykkt ákvæði um að íþróttamaður fengi ekki keppnisleyfi fyrir sitt nýja land fyrr en þremur árum eftir að hafa öðlast þar ríkisborgararétt nema sérsamband fráfarandi lands samþykkti og sem hefur þá óefað fengið eitthvað í staðinn. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í London kom oft fram í ágætum lýsingum S.Á.A., starfsmanns RÚV, að margir keppendur kepptu fyrir annað land en sitt fæðingarland. Þeir höfðu þá augljóslega skipt um ríkisfang. Einnig má benda á til áherslu um valdsvið íþróttahreyfingarinnar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið IAAF útilokaði Rússa almennt frá keppni á Ólympíuleikunum í Rio sem og Heimsmeistaramótinu í London vegna víðtækrar lyfjamisnotkunar. Hvorki EFTA né Pútín fengu nokkru um það ráðið. Alþjóðasérsamböndin setja eigin leikreglur og skilgreina keppnisaðstöðu. Valdsvið og ábyrgð stjórnvalda á íþróttahreyfingunni er því mjög afmörkuð.Höfundur var formaður laga/tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands í 30 ár og sat mörg þing Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og var dómari á alþjóðamótum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar