Patrekur: Alltaf gaman að koma í KA-heimilið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2017 17:15 Patrekur og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Patrekur Jóhannesson fer aftur á sinn gamla heimavöll þegar Selfoss sækir KA heim í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í desember. Patrekur lék með KA á árunum 1994-96 og varð tvívegis bikarmeistari og einu sinni deildarmeistari með liðinu. „Það er alltaf gaman að koma norður og koma í KA-heimilið. Ég á góðar minningar þaðan. Þetta var frábær tími, einn sá skemmtilegasti á mínum ferli sem leikmaður,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir að dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í dag. KA skráði sig aftur til leiks fyrir tímabilið og situr á toppi 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Patrekur segir að það sé mikið spunnið í lið KA. „Ég veit að KA-liðið er mjög sterkt. Þetta er krefjandi en ég hlakka til að fara norður,“ sagði Patrekur. Hann segir Selfoss ætla sér stóra hluti í bikarkeppninni á þessu tímabili. „Við stefnum á að komast í Höllina eins og öll lið. En við vitum að við þurfum að spila vel gegn KA, þótt þeir séu í 1. deild og þannig séð nýtt lið,“ sagði Patrekur sem er meðvitaður um að stysta leiðin að stórum titli er í bikarkeppninni. „Bikarinn er skemmtilegur. Ég hef verið það heppinn að vera í góðum liðum og unnið hann fjórum sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari. Þetta er ekki eins og að vinna deildakeppni. Þetta er stutt leið en bikarhelgin er stór.“ Patrekur segir að hið svokallaða Final Four fyrirkomulag, bikarhelgin, hafi gert mikið fyrir bikarkeppnina. „Ég held það. Ég kynntist þessu í Þýskalandi og þar er frábær helgi í Hamborg. Mér finnst þetta gott. Svo ertu líka með yngri flokkana þarna svo þessi helgi er mjög skemmtilegt fyrir alla,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Sjá meira
Patrekur Jóhannesson fer aftur á sinn gamla heimavöll þegar Selfoss sækir KA heim í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í desember. Patrekur lék með KA á árunum 1994-96 og varð tvívegis bikarmeistari og einu sinni deildarmeistari með liðinu. „Það er alltaf gaman að koma norður og koma í KA-heimilið. Ég á góðar minningar þaðan. Þetta var frábær tími, einn sá skemmtilegasti á mínum ferli sem leikmaður,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir að dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í dag. KA skráði sig aftur til leiks fyrir tímabilið og situr á toppi 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Patrekur segir að það sé mikið spunnið í lið KA. „Ég veit að KA-liðið er mjög sterkt. Þetta er krefjandi en ég hlakka til að fara norður,“ sagði Patrekur. Hann segir Selfoss ætla sér stóra hluti í bikarkeppninni á þessu tímabili. „Við stefnum á að komast í Höllina eins og öll lið. En við vitum að við þurfum að spila vel gegn KA, þótt þeir séu í 1. deild og þannig séð nýtt lið,“ sagði Patrekur sem er meðvitaður um að stysta leiðin að stórum titli er í bikarkeppninni. „Bikarinn er skemmtilegur. Ég hef verið það heppinn að vera í góðum liðum og unnið hann fjórum sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari. Þetta er ekki eins og að vinna deildakeppni. Þetta er stutt leið en bikarhelgin er stór.“ Patrekur segir að hið svokallaða Final Four fyrirkomulag, bikarhelgin, hafi gert mikið fyrir bikarkeppnina. „Ég held það. Ég kynntist þessu í Þýskalandi og þar er frábær helgi í Hamborg. Mér finnst þetta gott. Svo ertu líka með yngri flokkana þarna svo þessi helgi er mjög skemmtilegt fyrir alla,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Sjá meira
Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00