Hagsmunir neytenda 16. nóvember 2017 06:00 Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun