Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. nóvember 2017 20:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira