Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. nóvember 2017 20:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira