Dagsgamalt barn á flótta – Neyðarsöfnun Rauða krossins Atli Viðar Thorstensen skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar