Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill Baldur Pétursson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Þann 21. október var fyrirsögn leiðara Fréttablaðsins – „Ryk í augu kjósenda“. Þar segir ritstjóri Fréttablaðsins Kristín Þorsteinsdóttir: „Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni.“… „Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna.“ Sé þetta raunveruleg staða umræðna um stærsta hagsmunamál landsins, gjaldmiðilinn, er kostnaður og áhætta krónunnar mjög vanmetin, sem mun leiða til nýrra áfalla.Krónan allt of lítill gjaldmiðill Helsti lærdómurinn frá hruninu 2008, er að krónan er allt of kostnaðarsöm og hættuleg, vegna smæðar sinnar og hagkerfisins, þar sem einungis margfalt stærri gjaldmiðlar standast gríðarstóra fjármagnsflutninga, álag og hættur óvæntra atburða, sem örgjaldmiðlar eins og krónan eiga enga möguleika á að standast. Þess vegna hrundi krónan 2008, þar sem gjaldeyrisforðinn þurrkaðist upp á afar skömmum tíma vegna utanaðkomandi og innri áfalla. Rudi Dornbusch, hagfræðiprófessor hjá MIT, hafði m.a. varað við slíkum aðstæðum eftir Asíukreppuna og sagði að fjármagnsflótti gæti þurrkað upp gjaldeyrisforða og valdið hruni gjaldmiðilsins á augabragði, en þar var hann að fjalla um stór lönd. Slík áhætta er því margföld hjá örgjaldmiðli, eins og sannaðist í hruni krónunnar 2008. Undirritaður tók einnig þátt í 7 skýrslum, á Íslandi á árunum 2004-2006, þar sem m.a. var varað við miklum kostnaði og áhættu krónunnar fyrir fasteignamarkaðinn, fjármálamarkaðinn, atvinnulífið og heimilin. Ég kom einnig að mörgum verkefnum og björgun banka og landa í starfi innan EBRD, systurstofnunar Alþjóðabankans, fyrir og eftir fjármálahrunið 2008, en þar var litlum löndum (mun stærri en Ísland) ráðlagt að færa sig í stærri og öruggari gjaldmiðla eins og evruna eins fljótt og hægt væri, en þeim sem enn höfðu litla gjaldmiðla var veitt aðstoð.Kostnaður og áhætta krónunnar mikil1. Vegna a.m.k. 3% hærri raunvaxta krónunnar en innan evrunnar, kostar hún árlega aukalega heimilin 60 milljarða, atvinnulífið 75 ma. ríkið um 35 ma. og sveitarfélög um 8 ma. Þá er ótalinn margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Slíkur kostnaður gjaldmiðils er einsdæmi á Vesturlöndum og dregur lífskjör verulega niður.2. Kostnaður krónunnar veldur kerfisbundinni aukinni stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar.3. Að meðaltali borgar einstaklingur a.m.k. eina til tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 30 milljónir, borgar aðili á Íslandi 30-60 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er jafngildir 6-12 ára vinnu.4. Hrun krónunnar 2008 olli tjóni á efnahag fyrirtækja og einstaklinga, sem engin fordæmi eru fyrir á Vesturlöndum. 65% fyrirtækja landsins urðu gjaldþrota, skuldir tugþúsunda heimila stökkbreyttust og eignir þurrkuðust út, tjón opinberra aðila var verulegt og lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða. Sumir misstu allt og munu aldrei ná sér aftur. Þetta getur gerst aftur á meðan krónan er til staðar.5. Krónan átti stærstan þátt í hruninu á Íslandi 2008, sem sjá má af samanburði á Írlandi og Íslandi þar sem bankamenn í báðum löndum gerðu mikil mistök, en engin stökkbreyting lána varð á Írlandi eins og á Íslandi og áður er lýst sem var aðalástæða hrunsins á Íslandi.6. Ferðaþjónusta, stærsta atvinnugrein landsins, er afar viðkvæm fyrir, öllum innri sem ytri áföllum og mun því auka áhættu krónunnar og þjóðarinnar.7. Bankakerfið er nær allt komið í fang ríkisins (þjóðarinnar) sem gerir eigendaáhættu mikla.8. Síðan 1950 hefur orðið reglulega mikið gengisfall á 5-10 ára fresti, sú þróun heldur áfram.Stærri gjaldmiðill, minni kostnaður og aukið sjálfstæði Stærsta áhætta krónunnar frá 2008, er smæðin, sem er enn til staðar og ekki er hægt að lækna nema taka upp stærri gjaldmiðil, auk þess sem aðrir áhættuþættir hafa aukist, sem eykur líkur á nýju hruni. Að komast hjá nýju hruni er einungis mögulegt með því að klára samninga við ESB sem byrjað var á 2009, og fá aðild að ERM II (myntráði) og síðar upptöku evru, sem myndi lækka vaxtakostnað og áhættu gjaldmiðilsins verulega. Þar sem Ísland er nú 100% innan ESB á innri markaðnum innan EES, hefur landið í raun verið aðili að ESB í 23 ár eða síðan 1994, sem allir eru sáttir við, sem á sama tíma hefur verið ein meginforsenda hagvaxtar og bættra lífskjara. Með aðild myndi Íslandi auk þess fá aukin áhrif á stjórnkerfi ESB og þá lagasetningu sem landið tekur upp hvort sem er, sem auka myndi áhrif og sjálfstæði landsins. Mikilvægt er að upplýsa fólk um þessi mál og ná samstöðu, vegna mikils kostnaðar og áhættu sem stafar af krónunni sem örgjaldmiðli og til að tryggja þjóðinni öryggi, hagsæld, samkeppnishæf lífskjör og velferð til framtíðar. Höfundur er fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 21. október var fyrirsögn leiðara Fréttablaðsins – „Ryk í augu kjósenda“. Þar segir ritstjóri Fréttablaðsins Kristín Þorsteinsdóttir: „Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni.“… „Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna.“ Sé þetta raunveruleg staða umræðna um stærsta hagsmunamál landsins, gjaldmiðilinn, er kostnaður og áhætta krónunnar mjög vanmetin, sem mun leiða til nýrra áfalla.Krónan allt of lítill gjaldmiðill Helsti lærdómurinn frá hruninu 2008, er að krónan er allt of kostnaðarsöm og hættuleg, vegna smæðar sinnar og hagkerfisins, þar sem einungis margfalt stærri gjaldmiðlar standast gríðarstóra fjármagnsflutninga, álag og hættur óvæntra atburða, sem örgjaldmiðlar eins og krónan eiga enga möguleika á að standast. Þess vegna hrundi krónan 2008, þar sem gjaldeyrisforðinn þurrkaðist upp á afar skömmum tíma vegna utanaðkomandi og innri áfalla. Rudi Dornbusch, hagfræðiprófessor hjá MIT, hafði m.a. varað við slíkum aðstæðum eftir Asíukreppuna og sagði að fjármagnsflótti gæti þurrkað upp gjaldeyrisforða og valdið hruni gjaldmiðilsins á augabragði, en þar var hann að fjalla um stór lönd. Slík áhætta er því margföld hjá örgjaldmiðli, eins og sannaðist í hruni krónunnar 2008. Undirritaður tók einnig þátt í 7 skýrslum, á Íslandi á árunum 2004-2006, þar sem m.a. var varað við miklum kostnaði og áhættu krónunnar fyrir fasteignamarkaðinn, fjármálamarkaðinn, atvinnulífið og heimilin. Ég kom einnig að mörgum verkefnum og björgun banka og landa í starfi innan EBRD, systurstofnunar Alþjóðabankans, fyrir og eftir fjármálahrunið 2008, en þar var litlum löndum (mun stærri en Ísland) ráðlagt að færa sig í stærri og öruggari gjaldmiðla eins og evruna eins fljótt og hægt væri, en þeim sem enn höfðu litla gjaldmiðla var veitt aðstoð.Kostnaður og áhætta krónunnar mikil1. Vegna a.m.k. 3% hærri raunvaxta krónunnar en innan evrunnar, kostar hún árlega aukalega heimilin 60 milljarða, atvinnulífið 75 ma. ríkið um 35 ma. og sveitarfélög um 8 ma. Þá er ótalinn margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Slíkur kostnaður gjaldmiðils er einsdæmi á Vesturlöndum og dregur lífskjör verulega niður.2. Kostnaður krónunnar veldur kerfisbundinni aukinni stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar.3. Að meðaltali borgar einstaklingur a.m.k. eina til tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 30 milljónir, borgar aðili á Íslandi 30-60 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er jafngildir 6-12 ára vinnu.4. Hrun krónunnar 2008 olli tjóni á efnahag fyrirtækja og einstaklinga, sem engin fordæmi eru fyrir á Vesturlöndum. 65% fyrirtækja landsins urðu gjaldþrota, skuldir tugþúsunda heimila stökkbreyttust og eignir þurrkuðust út, tjón opinberra aðila var verulegt og lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða. Sumir misstu allt og munu aldrei ná sér aftur. Þetta getur gerst aftur á meðan krónan er til staðar.5. Krónan átti stærstan þátt í hruninu á Íslandi 2008, sem sjá má af samanburði á Írlandi og Íslandi þar sem bankamenn í báðum löndum gerðu mikil mistök, en engin stökkbreyting lána varð á Írlandi eins og á Íslandi og áður er lýst sem var aðalástæða hrunsins á Íslandi.6. Ferðaþjónusta, stærsta atvinnugrein landsins, er afar viðkvæm fyrir, öllum innri sem ytri áföllum og mun því auka áhættu krónunnar og þjóðarinnar.7. Bankakerfið er nær allt komið í fang ríkisins (þjóðarinnar) sem gerir eigendaáhættu mikla.8. Síðan 1950 hefur orðið reglulega mikið gengisfall á 5-10 ára fresti, sú þróun heldur áfram.Stærri gjaldmiðill, minni kostnaður og aukið sjálfstæði Stærsta áhætta krónunnar frá 2008, er smæðin, sem er enn til staðar og ekki er hægt að lækna nema taka upp stærri gjaldmiðil, auk þess sem aðrir áhættuþættir hafa aukist, sem eykur líkur á nýju hruni. Að komast hjá nýju hruni er einungis mögulegt með því að klára samninga við ESB sem byrjað var á 2009, og fá aðild að ERM II (myntráði) og síðar upptöku evru, sem myndi lækka vaxtakostnað og áhættu gjaldmiðilsins verulega. Þar sem Ísland er nú 100% innan ESB á innri markaðnum innan EES, hefur landið í raun verið aðili að ESB í 23 ár eða síðan 1994, sem allir eru sáttir við, sem á sama tíma hefur verið ein meginforsenda hagvaxtar og bættra lífskjara. Með aðild myndi Íslandi auk þess fá aukin áhrif á stjórnkerfi ESB og þá lagasetningu sem landið tekur upp hvort sem er, sem auka myndi áhrif og sjálfstæði landsins. Mikilvægt er að upplýsa fólk um þessi mál og ná samstöðu, vegna mikils kostnaðar og áhættu sem stafar af krónunni sem örgjaldmiðli og til að tryggja þjóðinni öryggi, hagsæld, samkeppnishæf lífskjör og velferð til framtíðar. Höfundur er fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar