Markaðsumhverfi erlendra markaða breytist þegar 2018 nálgast Birgir Haraldsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun