Körfubolti

Marcus Walker hefur engu gleymt | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Walker var illviðráðanlegur í kvöld.
Marcus Walker var illviðráðanlegur í kvöld. vísir/eyþór
Marcus Walker, sem varð Íslands- og bikarmeistari með KR 2011, klæddist svarthvíta búningnum á ný í kvöld og sýndi að hann hefur engu gleymt.

Walker skoraði 42 stig þegar KR b tapaði fyrir Breiðabliki, 100-108, í 16-liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta.

Fleiri kunnar kempur spiluðu með KR b í kvöld, leikmenn á borð við Fannar Ólafsson, Helga Má Magnússon og Skarphéðin Frey Ingason.

KR-ingar voru sterkari aðilinn framan af og leiddu með 16 stigum í hálfleik, 62-46. Í seinni hálfleik dró af Vesturbæingum og Blikar kláruðu dæmið í 4. leikhluta sem þeir unnu 34-13.

Walker spilaði nánast allan leikinn, skoraði 42 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr 14 af 23 skotum sínum utan af velli.

Jeremy Herbert Smith átti einnig frábæran leik fyrir Breiðablik. Hann skoraði 38 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan.

KR b-Breiðablik 100-108 (30-28, 32-18, 24-29, 14-33)

KR b: Marcus Walker 42/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 29/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 8/6 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/6 fráköst, Fannar Ólafsson 3, Guðmundur Þór Magnússon 2, Þórólfur H. Þorsteinsson 0, Ellert Arnarson 0, Johannes Arnason 0, Halldór Bachmann 0.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 38/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 23/7 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 17/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12, Snorri Vignisson 10/6 fráköst, Leifur Steinn Arnason 6/7 fráköst, Halldór Halldórsson 2/6 fráköst, Hafþór Sigurðarson 0, Hilmar Geirsson 0, Guðjón Hlynur Sigurðarson 0, Þröstur Kristinsson 0, Matthías Örn Karelsson 0, Björn Kristjánsson 0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.