Ætla að taka áhættur í síðustu tveimur keppnum ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. nóvember 2017 20:15 Force India liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika á árinu. Vísir/Getty Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. Force India liðið tryggði sér fjórða sæti í keppni bílasmiða í Mexíkó kappakstrinum. Force India er með 99 stiga forskot á Williams sem er í fimmta sæti og þegar tvær keppnir eru eftir eru í mestalagi 86 stig í pottinum. Liðið er svo 165 stigum á eftir Red Bull sem er í þriðja sæti. Mallya segir tímabilið vera það besta í sögu liðsins og var sérstaklega ánægður með að tryggja fjórða sætið þegar tvær umferðir eru eftir í mótaröðinni. „Að tryggja fjórða sæti í keppni bílasmiða annað árið í röð er frábært afrek. Ég er afar stoltur af liðinu og mjög kátur með að það takist þegar tvær keppnir eru eftir. Við höfum þegar bætt stigametið okkar og við erum bara 25 stigum frá 200 stiga múrnum. Það sýnir hversu stöðug veið höfum verið allt árið,“ sagði Mallya. „Okkur hungrar enn í góð úrslit og við viljum enda tímabilið vel en við ætlum að prófa nýjar nálganir á föstudögum og jafnvel nýja ökumenn á föstudögum til að sjá hvort það er eitthvað sem við getum lært fyrir næsta ár. Við munum einnig vera með sókndjarfari keppnisáætlanir og taka meiri áhættur,“ bætti Mallya við. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. Force India liðið tryggði sér fjórða sæti í keppni bílasmiða í Mexíkó kappakstrinum. Force India er með 99 stiga forskot á Williams sem er í fimmta sæti og þegar tvær keppnir eru eftir eru í mestalagi 86 stig í pottinum. Liðið er svo 165 stigum á eftir Red Bull sem er í þriðja sæti. Mallya segir tímabilið vera það besta í sögu liðsins og var sérstaklega ánægður með að tryggja fjórða sætið þegar tvær umferðir eru eftir í mótaröðinni. „Að tryggja fjórða sæti í keppni bílasmiða annað árið í röð er frábært afrek. Ég er afar stoltur af liðinu og mjög kátur með að það takist þegar tvær keppnir eru eftir. Við höfum þegar bætt stigametið okkar og við erum bara 25 stigum frá 200 stiga múrnum. Það sýnir hversu stöðug veið höfum verið allt árið,“ sagði Mallya. „Okkur hungrar enn í góð úrslit og við viljum enda tímabilið vel en við ætlum að prófa nýjar nálganir á föstudögum og jafnvel nýja ökumenn á föstudögum til að sjá hvort það er eitthvað sem við getum lært fyrir næsta ár. Við munum einnig vera með sókndjarfari keppnisáætlanir og taka meiri áhættur,“ bætti Mallya við.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45