Martin ætlar að verða betri en Michael Jordan Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Martin Hermannsson með kærustu sinni Önnu Maríu Bjarnadóttur í tökum fyrir heimildamyndina. mynd/skjáskot Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira