Martin ætlar að verða betri en Michael Jordan Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Martin Hermannsson með kærustu sinni Önnu Maríu Bjarnadóttur í tökum fyrir heimildamyndina. mynd/skjáskot Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum