Martin ætlar að verða betri en Michael Jordan Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Martin Hermannsson með kærustu sinni Önnu Maríu Bjarnadóttur í tökum fyrir heimildamyndina. mynd/skjáskot Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn