Einelti Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar