Einelti Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun