Einelti Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun