Einelti Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Sjá meira
Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun