Tímamót í stjórnsýslu byggingarmála Björn Karlsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki. Gerð gagnagrunna og innleiðing rafrænnar stjórnsýslu er eitt mikilvægasta verkefni Mannvirkjastofnunar þessi misserin. Vinna við byggingargátt byggir að vissu leyti á vinnu og útboðum vegna rafmagnsöryggisgáttar sem er komin í víðtæka notkun meðal rafverktaka, dreifiveitna og skoðunarstofa um allt land. Um er að ræða heildstætt upplýsingakerfi með nokkrum sjálfstæðum kerfiseiningum sem tengja rafverktaka, rafveitur og skoðunarstofur saman við upplýsingakerfi Mannvirkjastofnunar í ferlum sem varða rafmagnsöryggi. Rafmagnsöryggisgáttin hefur auðveldað öll rafræn skil á upplýsingum og á sama tíma auðveldað mjög samskipti á milli fyrrgreindra aðila. Mikilvægir áfangasigrar hafa unnist í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á undanförnum misserum. Reynsla af notkun rafmagnsöryggisgáttar er góð. Sömu sögu er að segja af Brunaverði, rafrænni gátt fyrir eldvarnaeftirlit. Brunavörður auðveldar mjög störf eldvarnaeftirlitsmanna en í hann eru vistaðar úttektir slökkviliða og þjónustuaðila og gögn sem tengjast þeim. Enn má nefna rafrænar gáttir sem halda utan um vatnsúðakerfi og viðvörunarkerfi. Allar auðvelda þessar gáttir störf eftirlitsaðila og hagsmunaaðila í senn.Öll gögn vistuð Í rafrænu byggingargáttinni verða vistuð öll gögn vegna mannvirkja, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar. Þar verða vistaðar umsóknir og útgefin byggingarleyfi, öll gögn sem leyfin byggjast á, hönnunargögn, teikningar og skoðunarskýrslur. Þar verður að finna lista yfir löggilta hönnuði og iðnmeistara og byggingarstjóra með starfsleyfi ásamt reglum um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Þar verða ennfremur skoðunarhandbækur og verklagsreglur faggiltra skoðunarstofa. Mannvirkjastofnun hefur lokið við gerð skoðunarhandbóka en þær gegna lykilhlutverki í því að tryggja einsleitt eftirlit. Þær stórauka einnig möguleika framkvæmdaaðila til að stunda eigið eftirlit. Lokið hefur verið við gerð smáforrits fyrir snjallsíma sem nýtist skoðunarmönnum þannig að þeir skrá niðurstöður skoðunar með stöðluðum hætti samkvæmt skoðunarhandbókum. Smíði byggingargáttarinnar er mjög umfangsmikið og fjárfrekt verkefni. Það er sannarlega tilhlökkunarefni fyrir okkur sem störfum að mannvirkjamálum að geta tekið hana að fullu í notkun. Höfundur er forstjóri Mannvirkjastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki. Gerð gagnagrunna og innleiðing rafrænnar stjórnsýslu er eitt mikilvægasta verkefni Mannvirkjastofnunar þessi misserin. Vinna við byggingargátt byggir að vissu leyti á vinnu og útboðum vegna rafmagnsöryggisgáttar sem er komin í víðtæka notkun meðal rafverktaka, dreifiveitna og skoðunarstofa um allt land. Um er að ræða heildstætt upplýsingakerfi með nokkrum sjálfstæðum kerfiseiningum sem tengja rafverktaka, rafveitur og skoðunarstofur saman við upplýsingakerfi Mannvirkjastofnunar í ferlum sem varða rafmagnsöryggi. Rafmagnsöryggisgáttin hefur auðveldað öll rafræn skil á upplýsingum og á sama tíma auðveldað mjög samskipti á milli fyrrgreindra aðila. Mikilvægir áfangasigrar hafa unnist í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á undanförnum misserum. Reynsla af notkun rafmagnsöryggisgáttar er góð. Sömu sögu er að segja af Brunaverði, rafrænni gátt fyrir eldvarnaeftirlit. Brunavörður auðveldar mjög störf eldvarnaeftirlitsmanna en í hann eru vistaðar úttektir slökkviliða og þjónustuaðila og gögn sem tengjast þeim. Enn má nefna rafrænar gáttir sem halda utan um vatnsúðakerfi og viðvörunarkerfi. Allar auðvelda þessar gáttir störf eftirlitsaðila og hagsmunaaðila í senn.Öll gögn vistuð Í rafrænu byggingargáttinni verða vistuð öll gögn vegna mannvirkja, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar. Þar verða vistaðar umsóknir og útgefin byggingarleyfi, öll gögn sem leyfin byggjast á, hönnunargögn, teikningar og skoðunarskýrslur. Þar verður að finna lista yfir löggilta hönnuði og iðnmeistara og byggingarstjóra með starfsleyfi ásamt reglum um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Þar verða ennfremur skoðunarhandbækur og verklagsreglur faggiltra skoðunarstofa. Mannvirkjastofnun hefur lokið við gerð skoðunarhandbóka en þær gegna lykilhlutverki í því að tryggja einsleitt eftirlit. Þær stórauka einnig möguleika framkvæmdaaðila til að stunda eigið eftirlit. Lokið hefur verið við gerð smáforrits fyrir snjallsíma sem nýtist skoðunarmönnum þannig að þeir skrá niðurstöður skoðunar með stöðluðum hætti samkvæmt skoðunarhandbókum. Smíði byggingargáttarinnar er mjög umfangsmikið og fjárfrekt verkefni. Það er sannarlega tilhlökkunarefni fyrir okkur sem störfum að mannvirkjamálum að geta tekið hana að fullu í notkun. Höfundur er forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar