Við stoppuðum partýið Björt Ólafsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun