Ryk í augu kjósenda Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 „Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?"
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun