Hamilton: Þrjár keppnir eftir, þrjár til að vinna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2017 22:00 Þrír fljótustu menn dagsins ásamt James Allison tæknistjóra Mercedes. (F.v.) Raikkonen, Allison, Hamilton og Vettel. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas af sex keppnum sem hafa verið haldnar þar í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er hress, aðstæður hér í dag voru mjög skemmtilegar. Vindurinn var þannig í dag að við gátum beitt okkur af mikilli hörku. Þetta er orðin mín uppáhalds braut. Ég bjóst ekki við því að hafa þennan hraða fram yfir Sebastian í dag. Það eru þrjár keppnir eftir og þrjár til að vinna,“ sagði Hamilton. Hann hefur þá náð 66 stiga forskoti í heimsmeistarakeppni ökumanna á Sebastian Vettel. Hamilton þarf núna einungis að ljúka keppninni í Mexíkó í fimmta sæti eða ofar og hann tryggir sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna, óháð því hvað Vettel gerir. „Við vorum auðvitað ánægð með að ná fram úr Lewis í ræsingunni en við sáum svo fram á að geta ekki haldið aftur af honum. Ég var í einskismanns landi þegar hann var kominn fram úr. Ég ákvað þá að reyna að gera eitthvað annað. Mercedes voru bara fljótari en við í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Ég var auðvitað mjög vonsvikinn að missa þriðja sætið í lok keppninnar. Bíllinn hafði verið góður alla keppnina og ég þurfti bara að spara smá eldsneyti undir lokin en annars gekk þetta vel,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum.Max Verstappen er ekkert sérstaklega kátur með úrskurð dómaranna.Vísir/Getty„Það er rangt að refsa Max [Verstappen] fyrir þetta, bílar hafa verið að fara út af alla helgina og engum verið refsað. Þetta er ekki rétt ákvörðun,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég er svo kátur núna, þetta er okkar fjórði og við erum svo stolt af árangri okkar. Lewis er á toppi ferilsins, ég get samt ekki bent á hann sem þann besta innan liðsins. Heildin hefur staðið svo ótrúlega vel það eru svo margir sem eru á bakvið liðið sem þið sjáið hér. Allir í liðinu hafa lagt sig fram, það þarf allt að smella saman í svona stóru liði,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Það hafa allir verið að misnota brautarmörk. Bottas notaði þetta sem vörn gegn mér og það var engin refsing gagnvart honum. Þetta er ekki gott fyrir íþróttina. Við náðum góðri keppni og við verðum að finna betri lausn á þessu. Þetta er heimskuleg niðurstaða,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í keppninni með refsingu, hann kom þriðji í mark en tók á ólöglegan hátt fram úr Raikkonen. „Ég var búinn að fá skilaboð um að skipta á honum og þessum stillingum og það var ekki til að gera bílinn hraðari heldur til að reyna að halda honum gangandi. Svo dó hann bara,“ sagði Daniel Ricciardo á Red Bull. Hann varð að hætta keppni í dag á 16. hring. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton vann í Texas|Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas af sex keppnum sem hafa verið haldnar þar í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er hress, aðstæður hér í dag voru mjög skemmtilegar. Vindurinn var þannig í dag að við gátum beitt okkur af mikilli hörku. Þetta er orðin mín uppáhalds braut. Ég bjóst ekki við því að hafa þennan hraða fram yfir Sebastian í dag. Það eru þrjár keppnir eftir og þrjár til að vinna,“ sagði Hamilton. Hann hefur þá náð 66 stiga forskoti í heimsmeistarakeppni ökumanna á Sebastian Vettel. Hamilton þarf núna einungis að ljúka keppninni í Mexíkó í fimmta sæti eða ofar og hann tryggir sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna, óháð því hvað Vettel gerir. „Við vorum auðvitað ánægð með að ná fram úr Lewis í ræsingunni en við sáum svo fram á að geta ekki haldið aftur af honum. Ég var í einskismanns landi þegar hann var kominn fram úr. Ég ákvað þá að reyna að gera eitthvað annað. Mercedes voru bara fljótari en við í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Ég var auðvitað mjög vonsvikinn að missa þriðja sætið í lok keppninnar. Bíllinn hafði verið góður alla keppnina og ég þurfti bara að spara smá eldsneyti undir lokin en annars gekk þetta vel,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum.Max Verstappen er ekkert sérstaklega kátur með úrskurð dómaranna.Vísir/Getty„Það er rangt að refsa Max [Verstappen] fyrir þetta, bílar hafa verið að fara út af alla helgina og engum verið refsað. Þetta er ekki rétt ákvörðun,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég er svo kátur núna, þetta er okkar fjórði og við erum svo stolt af árangri okkar. Lewis er á toppi ferilsins, ég get samt ekki bent á hann sem þann besta innan liðsins. Heildin hefur staðið svo ótrúlega vel það eru svo margir sem eru á bakvið liðið sem þið sjáið hér. Allir í liðinu hafa lagt sig fram, það þarf allt að smella saman í svona stóru liði,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Það hafa allir verið að misnota brautarmörk. Bottas notaði þetta sem vörn gegn mér og það var engin refsing gagnvart honum. Þetta er ekki gott fyrir íþróttina. Við náðum góðri keppni og við verðum að finna betri lausn á þessu. Þetta er heimskuleg niðurstaða,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í keppninni með refsingu, hann kom þriðji í mark en tók á ólöglegan hátt fram úr Raikkonen. „Ég var búinn að fá skilaboð um að skipta á honum og þessum stillingum og það var ekki til að gera bílinn hraðari heldur til að reyna að halda honum gangandi. Svo dó hann bara,“ sagði Daniel Ricciardo á Red Bull. Hann varð að hætta keppni í dag á 16. hring.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton vann í Texas|Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05
Lewis Hamilton vann í Texas|Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40