Kjóstu! Daníel Þórarinsson skrifar 24. október 2017 07:00 Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun