Flokkur fólksins segir NEI við áfengi í matvöruverslanir og lögleiðingu kannabisefna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. október 2017 19:53 Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun