Mannréttindi á leigumarkaði Nichole Leigh Mosty skrifar 24. október 2017 08:52 Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar