Á ég að gera það? Guðjón Bragason skrifar 25. október 2017 07:00 Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 6. apríl 2017 um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022, er fjallað sérstaklega um leiðir til að gera opinbera þjónustu betri: Unnin verði sameiginleg aðgerðaáætlun vegna svokallaðra grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarfélaga þar sem þjónustusvið þeirra skarast… Umræða um þessi „gráu svæði“ hefur verið af skornum skammti, enda þótt fækkun þeirra sé eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna.Gráu svæðin í velferðarþjónustu Ábyrgðarsvið í opinberri þjónustu, hvort heldur á milli ráðuneyta, stofnana eða í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, eru oft og tíðum ekki nægilega skýr. Dæmin um að þessir aðilar gangi ekki í takt eru mýmörg og skipta þeir notendur jafnan þúsundum, sem fá ekki úrlausn sinna mála vegna þess að þeir eru á „gráu svæði“ í velferðarþjónustunni. Sú landlæga tilhneiging virðist vera hjá opinberum stofnunum, að skilgreina verkefni yfir á aðra þjónustuveitendur þegar gerð er krafa til þeirra um hagræðingu í rekstri. Þessi „einhver annar“ reynist iðulega vera sveitarfélögin, sem er skylt veita margháttaða velferðarþjónustu á félags-, skóla- og öldrunarsviði. Afleiðingarnar birtast svo oftar en ekki í auknum kostnaði, þegar á heildina er litið, þar sem sparnaður á einum stað í opinberum rekstri getur hæglega valdið auknum kostnaði á öðrum stöðum samfara tvíverknaði og ófullnægjandi þjónustuskilgreiningum. Einnig getur sú hætta myndast að brýnum velferðarverkefnum sé ekki nægilega vel sinnt sökum vanfjármögnunar, þar sem sá sem fékk upphaflegu fjárheimildirnar telur sér ekki lengur skylt að sinna þeim. Eftir sitja þeir með sárt ennið sem þurfa á þjónustunni að halda.Hvað er til ráða? Samband íslenskra sveitarfélaga hóf fyrir nokkrum árum markvissa kortlagningu á ábyrgðarsviðum innan velferðarþjónustunnar. Hafa niðurstöður þessarar greiningar ásamt tillögum til úrbóta verið birtar í skýrslu sambandsins, sem fékk fljótlega það lýsandi heiti „Grábók“ og nálgast má á vef sambandsins. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess, að gráu svæðin séu kerfislægur vandi, sem birtist ekki einungis í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur einnig á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig, s.s. í velferðarþjónustu stærri sveitarfélaga. Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli samhæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðarráðuneytisins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks.Höfundur er sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 6. apríl 2017 um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022, er fjallað sérstaklega um leiðir til að gera opinbera þjónustu betri: Unnin verði sameiginleg aðgerðaáætlun vegna svokallaðra grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarfélaga þar sem þjónustusvið þeirra skarast… Umræða um þessi „gráu svæði“ hefur verið af skornum skammti, enda þótt fækkun þeirra sé eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna.Gráu svæðin í velferðarþjónustu Ábyrgðarsvið í opinberri þjónustu, hvort heldur á milli ráðuneyta, stofnana eða í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, eru oft og tíðum ekki nægilega skýr. Dæmin um að þessir aðilar gangi ekki í takt eru mýmörg og skipta þeir notendur jafnan þúsundum, sem fá ekki úrlausn sinna mála vegna þess að þeir eru á „gráu svæði“ í velferðarþjónustunni. Sú landlæga tilhneiging virðist vera hjá opinberum stofnunum, að skilgreina verkefni yfir á aðra þjónustuveitendur þegar gerð er krafa til þeirra um hagræðingu í rekstri. Þessi „einhver annar“ reynist iðulega vera sveitarfélögin, sem er skylt veita margháttaða velferðarþjónustu á félags-, skóla- og öldrunarsviði. Afleiðingarnar birtast svo oftar en ekki í auknum kostnaði, þegar á heildina er litið, þar sem sparnaður á einum stað í opinberum rekstri getur hæglega valdið auknum kostnaði á öðrum stöðum samfara tvíverknaði og ófullnægjandi þjónustuskilgreiningum. Einnig getur sú hætta myndast að brýnum velferðarverkefnum sé ekki nægilega vel sinnt sökum vanfjármögnunar, þar sem sá sem fékk upphaflegu fjárheimildirnar telur sér ekki lengur skylt að sinna þeim. Eftir sitja þeir með sárt ennið sem þurfa á þjónustunni að halda.Hvað er til ráða? Samband íslenskra sveitarfélaga hóf fyrir nokkrum árum markvissa kortlagningu á ábyrgðarsviðum innan velferðarþjónustunnar. Hafa niðurstöður þessarar greiningar ásamt tillögum til úrbóta verið birtar í skýrslu sambandsins, sem fékk fljótlega það lýsandi heiti „Grábók“ og nálgast má á vef sambandsins. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess, að gráu svæðin séu kerfislægur vandi, sem birtist ekki einungis í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur einnig á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig, s.s. í velferðarþjónustu stærri sveitarfélaga. Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli samhæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðarráðuneytisins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks.Höfundur er sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.