Úrelt kerfi RAI veltir allt að 11 milljörðum króna árlega Jórunn María Ólafsdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun