Heilbrigðiskerfið svelt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. október 2017 13:00 Stefna Flokks fólksins í heilbrigðismálum er að veita þá grunnþjónustu sem mörkuð er í lögum um heilbrigðisstofnanir og að margra mánaða biðlistar í aðgerðir eða greiningar heyri sögunni til. Undanfarin ár hafa verið allt að tveggja ára biðlistar í aðgerðir, á Barna- og unglingageðdeild og Þroska-og hegðunarmiðstöð. Niðurskurður undanfarinna ára í heilbrigðisþjónustu hefur lengt biðina eftir heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur valdið auknu álagi á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk stofnana. Íslenska heilbrigðisstéttin býr yfir dýrmætum mannauði. Hluti sérfræðinga er reyndar löngu farinn af landi brott vegna versnandi starfskjara- og umhverfis og fundið sér eftirsóknarverðari tækifæri á erlendri grundu þar sem störf þeirra eru betur metin að verðleikum. Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera starfsumhverfið í íslenska heilbrigðiskerfinu aðlaðandi og eftirsóknarvert. Í dag vantar nokkur hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa. Þar er ekki einungis launamálum og lélegu starfsumhverfi um að kenna. Undirmönnun og álag á heilbrigðisstarfsfólk er líka ástæðan. Flokkur fólksins krefst tafarlausra úrbóta í heilbrigðismálum. Í síðustu fjárlögum var niðurskurðarhnífnum enn beitt af krafti á heilbrigðiskerfið. Í auknum mæli er verið að leggja grunn að einkareknum fyrirtækjum sem sinna grunnheilbrigðisþjónustu og sérhæfðum lækningum. Einkavæðing er dýr lausn. Almenningur greiðir komugjald en ríkið borgar afganginn. Einkaaðilar eru milliliðir sem fá arð úr fyrirtækjum sínum. Hægt er að bera saman annars vegar bandaríska kerfið og hins vegar danska kerfið og er bandaríska kerfið tvöfalt dýrara. Flokkur fólksins vill styrkja þessa meginstoð sem almenna heilbrigðiskerfið er. Veita þarf meira fjármagni beint og milliliðalaust í opinberar heilbrigðisstofnanir, heilsugæsluna og á Landspítalann. Þegar fjárframlög aukast er hægt að endurskipuleggja þjónustuna með það að leiðarljósi að fjölga heilbrigðisstarfsmönnum, létta álagið á starfsfólk og bæta starfsumhverfið. Í kjölfarið má ætla að grynnki á biðlistum. Biðlistar til tveggja ára eru með öllu óviðunandi og skýrt merki um langvarandi fjársvelti í þennan málaflokk.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Flokks fólksins í heilbrigðismálum er að veita þá grunnþjónustu sem mörkuð er í lögum um heilbrigðisstofnanir og að margra mánaða biðlistar í aðgerðir eða greiningar heyri sögunni til. Undanfarin ár hafa verið allt að tveggja ára biðlistar í aðgerðir, á Barna- og unglingageðdeild og Þroska-og hegðunarmiðstöð. Niðurskurður undanfarinna ára í heilbrigðisþjónustu hefur lengt biðina eftir heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur valdið auknu álagi á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk stofnana. Íslenska heilbrigðisstéttin býr yfir dýrmætum mannauði. Hluti sérfræðinga er reyndar löngu farinn af landi brott vegna versnandi starfskjara- og umhverfis og fundið sér eftirsóknarverðari tækifæri á erlendri grundu þar sem störf þeirra eru betur metin að verðleikum. Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera starfsumhverfið í íslenska heilbrigðiskerfinu aðlaðandi og eftirsóknarvert. Í dag vantar nokkur hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa. Þar er ekki einungis launamálum og lélegu starfsumhverfi um að kenna. Undirmönnun og álag á heilbrigðisstarfsfólk er líka ástæðan. Flokkur fólksins krefst tafarlausra úrbóta í heilbrigðismálum. Í síðustu fjárlögum var niðurskurðarhnífnum enn beitt af krafti á heilbrigðiskerfið. Í auknum mæli er verið að leggja grunn að einkareknum fyrirtækjum sem sinna grunnheilbrigðisþjónustu og sérhæfðum lækningum. Einkavæðing er dýr lausn. Almenningur greiðir komugjald en ríkið borgar afganginn. Einkaaðilar eru milliliðir sem fá arð úr fyrirtækjum sínum. Hægt er að bera saman annars vegar bandaríska kerfið og hins vegar danska kerfið og er bandaríska kerfið tvöfalt dýrara. Flokkur fólksins vill styrkja þessa meginstoð sem almenna heilbrigðiskerfið er. Veita þarf meira fjármagni beint og milliliðalaust í opinberar heilbrigðisstofnanir, heilsugæsluna og á Landspítalann. Þegar fjárframlög aukast er hægt að endurskipuleggja þjónustuna með það að leiðarljósi að fjölga heilbrigðisstarfsmönnum, létta álagið á starfsfólk og bæta starfsumhverfið. Í kjölfarið má ætla að grynnki á biðlistum. Biðlistar til tveggja ára eru með öllu óviðunandi og skýrt merki um langvarandi fjársvelti í þennan málaflokk.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar