FH vill taka vítin í Helsinki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2017 16:40 Ásbjörn Friðriksson tekur hér víti fyrir FH. Hann fer líklega á punktinn gegn St. Petersburg. vísir/ernir Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“ Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“
Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06
Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38