Handbolti

Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar eru aftur á leið til St. Pétursborgar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar eru aftur á leið til St. Pétursborgar. vísir/stefán
FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg.

FH áfrýjaðiniðurstöðu EHF um að liðið þyrfti að taka þátt í vítakeppni í Rússlandi til að knýja fram úrslit í einvígi þess gegn St. Pétursborg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

Áfrýjunardómstóll EHF hefur tekið málið fyrir og komist að þeirri niðurstöðu að upphaflegi úrskurðurinn standi.

FH-ingar þurfa því að ferðast alla leið til St. Pétursborgar til að fara í vítakeppni. Allur kostnaður við ferðalagið greiðist af EHF.

Sigurvegarinn í einvígi FH og St. Pétursborgar mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í næstu umferð.


Tengdar fréttir

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

FH áfrýjar úrskurði EHF

FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni

FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×