3.000 km fyrir þrjár mínútur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ágúst Birgisson og félagar þurfa að leggja mikið á sig fyrir lítið. vísir/anton „Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“ Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“
Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni