Orð og efndir 26. október 2017 07:00 Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun