Ný landbúnaðarstefna Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2017 10:15 Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar