Það er gott fyrir okkur öll að skipta um flokk Eygló Halldórsdóttir skrifar 28. október 2017 07:00 Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun