Mannréttindabrot gegn börnum fátækra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. október 2017 13:30 Grundvallarmannréttindi hafa ekki verið virt sem skyldi hér á landi þegar kemur að öllum börnum og barnafjölskyldum. Mannréttindi samfélags eiga hvorki að vera háð efnahagi né völdum. Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár. Samkvæmt opinberum tölum er talið að foreldrar um níu þúsund barna séu undir lágtekjumörkum sem er með öllu óásættanlegt. Þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum eins og skólagöngu verður að tryggja að börn sitji við sama borð án tillits til efnahagsstöðu foreldra þeirra. Krafa Flokks fólksins er að grunnskólar landsins verði gjaldfrjálsir með öllu og að börnum verði tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunnskólum og leikskólum. Ríkisvaldið hefur ekki staðið sig nægjanlega vel gagnvart börnum efnaminni foreldra þegar kemur að sanngjarnri dreifingu fjármagns til að jöfnuður megi ríkja. Staðreyndin er sú að það búa ekki allar fjölskyldur við sjálfsögð mannréttindi á Íslandi. Sumar fjölskyldur búa við óviðunandi húsnæðisaðstæður ýmist vegna lélegs húsakosts eða þrengsla. Það er heldur ekki lengur nýlunda að frétta af börnum sem hafa gengið í allt að fjóra grunnskóla vegna tíðra flutninga fjölskyldunnar. Afleiðingar fátæktar á bernskuárum geta haft víðtæk áhrif á börn. Börn sem hafa búið við óstöðugleika til lengri tíma geta auðveldlega borið skaða af. Mörg hver finna til vanmáttar og glíma við brotna sjálfsmynd, jafnvel alla ævi.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Grundvallarmannréttindi hafa ekki verið virt sem skyldi hér á landi þegar kemur að öllum börnum og barnafjölskyldum. Mannréttindi samfélags eiga hvorki að vera háð efnahagi né völdum. Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár. Samkvæmt opinberum tölum er talið að foreldrar um níu þúsund barna séu undir lágtekjumörkum sem er með öllu óásættanlegt. Þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum eins og skólagöngu verður að tryggja að börn sitji við sama borð án tillits til efnahagsstöðu foreldra þeirra. Krafa Flokks fólksins er að grunnskólar landsins verði gjaldfrjálsir með öllu og að börnum verði tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunnskólum og leikskólum. Ríkisvaldið hefur ekki staðið sig nægjanlega vel gagnvart börnum efnaminni foreldra þegar kemur að sanngjarnri dreifingu fjármagns til að jöfnuður megi ríkja. Staðreyndin er sú að það búa ekki allar fjölskyldur við sjálfsögð mannréttindi á Íslandi. Sumar fjölskyldur búa við óviðunandi húsnæðisaðstæður ýmist vegna lélegs húsakosts eða þrengsla. Það er heldur ekki lengur nýlunda að frétta af börnum sem hafa gengið í allt að fjóra grunnskóla vegna tíðra flutninga fjölskyldunnar. Afleiðingar fátæktar á bernskuárum geta haft víðtæk áhrif á börn. Börn sem hafa búið við óstöðugleika til lengri tíma geta auðveldlega borið skaða af. Mörg hver finna til vanmáttar og glíma við brotna sjálfsmynd, jafnvel alla ævi.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar