Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2017 16:40 Guðjón Valur skýtur að marki í dag Vísir/Laufey Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30