Japanir búa sig undir „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um Abe Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2017 15:15 Shinzo Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012. Vísir/AFP Japanir munu ganga að kjörborðinu þarnæsta sunnudag, 22. október, og hefur kosningunum verið lýst sem „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um framtíð forsætisráðherrans Shinzo Abe. Um tíma var talið að spenna væri komin í kosningarnar eftir að ríkisstjóri Tókýó-borgar, Yuriko Koike, ákvað að stofna nýjan flokk, Flokkur vonarinnar (Kibo no to), í tilraun til að koma Abe frá völdum. Með stofnun flokksins var hrist hressilega upp í japönskum stjórnmálum en nú hefur Koike ákveðið að hún ætli sjálf ekki að bjóða sig fram. Er talið að hún vilji gegna embætti ríkisstjóra Tókýó fram yfir Sumarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2020.Skortir leiðtoga Í frétt Financial Times segir að ákvörðun Koike þýði að stjörnarandstöðunni í landinu skorti sterkan leiðtoga og því bendi allt til að Abe og flokkur hans muni halda völdum í landinu. Abe hefur sagt að hann muni láta af embætti, takist flokki hans ekki að ná meirihluta. Abe ákvað nokkuð óvænt í lok september að leysa upp japanska þingið og boða til þingkosninga. Var talið að Abe væri þar með að nýta sér veika stöðu stjórnarandstöðunnar í landinu og sækjast eftir endurnýjuðu umboði til að hrinda stefnu stjórnar hans í félagsmálum og málefnum Norður-Kóreu í framkvæmd. Vinsældir Abe hafa aukist nokkuð síðustu mánuði í kjölfar aukinnar ógnar frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Gagnrýnendur Abe segja að hann hafi boðað til kosninga til að draga athyglina frá röð hneykslismála þar sem hann og flokksmenn hans hafa verið sakaðir um spillingu.Yuriko Koike er ríkisstjóri Tókýó.Vísir/AFPManneskjuleg íhaldsstefna Flokkur vonarinnar (Kibo no to), nýstofnaður flokkur ríkisstjórans Koike, hafði fram til þessa verið sérlega áberandi í kosningabaráttunni og sótt hart að Abe og flokki hans. „Grobb og slagorð opna ekki leiðina til framtíðar,“ sagði Abe um vinsældir hinnar 65 ára Koike sem þykir almennt nokkuð líflegri stjórnmálamaður en Abe. Koike hafði heitið því að framfylgja „manneskjulegri íhaldsstefnu“, að dregið verði úr notkun kjarnorku og henni hætt árið 2030. Þá hefur hún sagt flokkinn ætla að hætta við fyrirhugaðar skattahækkanir. Andstæðingar Koike segja flokkinn þó ekki hafa svarað spurningum um hvernig hún ætli að fjármagna metnaðarfull stefnumál sín. Ný könnun Yomiuri bendir til að 32 prósent kjósenda ætli sér að kjósa Abe og LDP-flokk hans. Flokkur vonarinnar mælist með um þrettán prósent fylgi í sömu könnun, sex prósent minna en í síðustu könnun. Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Japanir munu ganga að kjörborðinu þarnæsta sunnudag, 22. október, og hefur kosningunum verið lýst sem „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um framtíð forsætisráðherrans Shinzo Abe. Um tíma var talið að spenna væri komin í kosningarnar eftir að ríkisstjóri Tókýó-borgar, Yuriko Koike, ákvað að stofna nýjan flokk, Flokkur vonarinnar (Kibo no to), í tilraun til að koma Abe frá völdum. Með stofnun flokksins var hrist hressilega upp í japönskum stjórnmálum en nú hefur Koike ákveðið að hún ætli sjálf ekki að bjóða sig fram. Er talið að hún vilji gegna embætti ríkisstjóra Tókýó fram yfir Sumarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2020.Skortir leiðtoga Í frétt Financial Times segir að ákvörðun Koike þýði að stjörnarandstöðunni í landinu skorti sterkan leiðtoga og því bendi allt til að Abe og flokkur hans muni halda völdum í landinu. Abe hefur sagt að hann muni láta af embætti, takist flokki hans ekki að ná meirihluta. Abe ákvað nokkuð óvænt í lok september að leysa upp japanska þingið og boða til þingkosninga. Var talið að Abe væri þar með að nýta sér veika stöðu stjórnarandstöðunnar í landinu og sækjast eftir endurnýjuðu umboði til að hrinda stefnu stjórnar hans í félagsmálum og málefnum Norður-Kóreu í framkvæmd. Vinsældir Abe hafa aukist nokkuð síðustu mánuði í kjölfar aukinnar ógnar frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Gagnrýnendur Abe segja að hann hafi boðað til kosninga til að draga athyglina frá röð hneykslismála þar sem hann og flokksmenn hans hafa verið sakaðir um spillingu.Yuriko Koike er ríkisstjóri Tókýó.Vísir/AFPManneskjuleg íhaldsstefna Flokkur vonarinnar (Kibo no to), nýstofnaður flokkur ríkisstjórans Koike, hafði fram til þessa verið sérlega áberandi í kosningabaráttunni og sótt hart að Abe og flokki hans. „Grobb og slagorð opna ekki leiðina til framtíðar,“ sagði Abe um vinsældir hinnar 65 ára Koike sem þykir almennt nokkuð líflegri stjórnmálamaður en Abe. Koike hafði heitið því að framfylgja „manneskjulegri íhaldsstefnu“, að dregið verði úr notkun kjarnorku og henni hætt árið 2030. Þá hefur hún sagt flokkinn ætla að hætta við fyrirhugaðar skattahækkanir. Andstæðingar Koike segja flokkinn þó ekki hafa svarað spurningum um hvernig hún ætli að fjármagna metnaðarfull stefnumál sín. Ný könnun Yomiuri bendir til að 32 prósent kjósenda ætli sér að kjósa Abe og LDP-flokk hans. Flokkur vonarinnar mælist með um þrettán prósent fylgi í sömu könnun, sex prósent minna en í síðustu könnun. Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira