Fjölskyldan er hjartað Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun