Lögbindum leikskólann Guðríður Arnardóttir skrifar 14. október 2017 12:12 Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið. Það er mér til efs að allir frambjóðendur til Alþingis átti sig á þessu. Þetta er prinsippmál og þetta er sjálfsagt mál - skólaganga barnanna okkar hefst í leikskóla. Hann er fyrsta skólastigið. Allar rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig við búum að börnunum fyrstu skólaárin, það hefur áhrif á velgengni þeirra síðar. Í leikskóla getum við t.d. byrjað að vinna gegn brottfalli úr námi á seinni skólastigum. Það á auðvitað að vera bundin í lög sú skylda sveitarfélaganna að reka leikskóla. Og það þarf að tryggja sveitarfélögunum næga tekjustofna til þess að reka skólana svo sómi sé af. Hversu lengi ætlar samfélagið að láta fyrsta skólastigið vera olnbogabarn í menntakerfinu? Hvenær mun samfélagið átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt er að búa vel að börnum og kennurum í leikskólanum? Í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur Kennarasamband Íslands ákveðið að bjóða til opins fundar um menntamál miðvikudaginn 18. október kl 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég vænti þess að framboðin hafi svör á reiðum höndum. En þeim hefur verið boðin þátttaka í fundinum.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og stjórnarmaður í Kennarasambandi Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið. Það er mér til efs að allir frambjóðendur til Alþingis átti sig á þessu. Þetta er prinsippmál og þetta er sjálfsagt mál - skólaganga barnanna okkar hefst í leikskóla. Hann er fyrsta skólastigið. Allar rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig við búum að börnunum fyrstu skólaárin, það hefur áhrif á velgengni þeirra síðar. Í leikskóla getum við t.d. byrjað að vinna gegn brottfalli úr námi á seinni skólastigum. Það á auðvitað að vera bundin í lög sú skylda sveitarfélaganna að reka leikskóla. Og það þarf að tryggja sveitarfélögunum næga tekjustofna til þess að reka skólana svo sómi sé af. Hversu lengi ætlar samfélagið að láta fyrsta skólastigið vera olnbogabarn í menntakerfinu? Hvenær mun samfélagið átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt er að búa vel að börnum og kennurum í leikskólanum? Í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur Kennarasamband Íslands ákveðið að bjóða til opins fundar um menntamál miðvikudaginn 18. október kl 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég vænti þess að framboðin hafi svör á reiðum höndum. En þeim hefur verið boðin þátttaka í fundinum.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og stjórnarmaður í Kennarasambandi Íslands
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar