Skoðun

Lögbindum leikskólann

Guðríður Arnardóttir skrifar
Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið. Það er mér til efs að allir frambjóðendur til Alþingis átti sig á þessu.Þetta er prinsippmál og þetta er sjálfsagt mál - skólaganga barnanna okkar hefst í leikskóla. Hann er fyrsta skólastigið. Allar rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig við búum að börnunum fyrstu skólaárin, það hefur áhrif á velgengni þeirra síðar. Í leikskóla getum við t.d. byrjað að vinna gegn brottfalli úr námi á seinni skólastigum.Það á auðvitað að vera bundin í lög sú skylda sveitarfélaganna að reka leikskóla. Og það þarf að tryggja sveitarfélögunum næga  tekjustofna til þess að reka skólana svo sómi sé af.Hversu lengi ætlar samfélagið að láta fyrsta skólastigið vera olnbogabarn í menntakerfinu? Hvenær mun samfélagið átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt er að búa vel að börnum og kennurum í leikskólanum?Í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur Kennarasamband Íslands ákveðið að bjóða til opins fundar um menntamál miðvikudaginn 18. október kl 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.Ég vænti þess að framboðin hafi svör á reiðum höndum. En þeim hefur verið boðin þátttaka í fundinum.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og stjórnarmaður í Kennarasambandi Íslands

Tengd skjöl
Skoðun

Skoðun

Open

Gunnar Dan Wiium skrifar

Skoðun

Fylgir þú lögum?

Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir,Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.