Menning er máttarstoð Sigurður Svavarsson og Hallgrímur Helgason skrifar 16. október 2017 14:30 Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Kosningar 2017 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun