Lýðræðið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 3. október 2017 07:00 Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun